Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Attunda Ríma

Úr Wikiheimild

Attunda Ríma.


Medan vaka víf og menn, vanir tóna glaumi, Sigtýrs qvaka álftir enn, út’ á Sónar-straumi.

2. Fullar hédan fjødrum á, fløgta i bylgjum vinda, skulu, eda yfir sjá, ad Isalandi synda;

3. Setjast spakar axlir á, úngum tródum seima, sýngja, qvaka og segja frá, sögum þjóda og heima.

4. Ad þeim hlynna hæglyndar, hvørgi vana týna, þeckja svinnar sæturnar, saungfuglana mína.

5. Fyrr á svædi sæmileg, saung eg qvædi snótum; þær mig bædi þecktu, og eg, þær ad gæda hótum.

6. Mørg vard kát þá orkti eg, Isahaudurs píka, eptirlát og ástúdleg, eins hin snauda og ríka.

7. Ei skulu hlaupa hundvíser, hvoptar med þeim rædum, ad eg kaupi ydar mér, ástir nú med qvædum.

8. Hédan fagna eg hendíngar, heim ad senda ydur, þeirra sagnir svívirtar, svo skal kæfa nidur.

9. Munu geymast mínar skrár, en meyar gleyma tjóni, ef eg sveima elli grár, eitt sinn heim ad Fróni.

10. Þegar eg dragna hlunna hest, heim sem ratar módur, skulu fagna Skáldi best, skarlatsfata tródur.

11. Gledst eg vid, ad vinur sá, er vessa sendist fjøldinn, lætur ydur ljóda skrá, lesa á Vetrar qvøldin.


12. Númi bálar brúna ljós, Brúdar til ad vonum; eik forsjála eisu sjós, eins á móti honum.

13. Brjóstin, lyndid ama án, ástum fadma vørmum; elska, yndi, líf og lán, logadi á beggja hvørmum.

14. Eingin heyrast ordin þar, eyrna ró ad svala; saman reyrast sálirnar, samt má hvørug tala.

15. Loksins madur lét frá snót, lída hvarma blóma; alskapadur fyrir fót, fellur hann kóngi Róma.

16. Og hann segir þannig þá: þú minn Lífgjafari, aungvanveginn eg þér má, endurgjalda í svari.

17. Þennann sóma, er sýnir mér, sem má furdu gégna; en minn skal skjómi í blódi ber, badast þinna vegna.

18. Minn skal hugur vaka vid, vilja þinn ad stunda, og allur dugur leggja lid, lífs til hinnstu blunda.

19. Róhlynnandi føgur frú, fær mér vanda skérda; óvinnandi eins og þú, er eg í standi ad verda.

20. Vinur Sjóla! hætt þá hér, ad hreyta eidum fríum, nú þó sólin seims ad þér, sáldi geislum hlýum.

21. Hismid eydist litla létt, og loginn sloknar brádi, ástin leidist óskum mett, opt frá settu rádi.

22. Þegar hún þeim eldi á, efnum spillir fljótum, askan fúna er eptir þá, ein af hennar rótum.

23. Niflúng tjáir Núma vid: njótur snjáa hnúa, eg skal fá þér fylgdar lid, fjøllin á ad snúa.

24. Strax vér híngad þyrpum þjód, þú mátt slíngur kalla, til ad sýngja sverda ljód, Sabínínga alla.

25. Sparid grjótid þeigi, þá, þegnu náid færi, en eg skal móti Mørsum gá, meinin há þó særi.

26. Númi qvedur þeingil þá, þessu fús ad gégna; flockinn medur fjøllin á, fer hann beggja vegna.

27. Hóf sig fleti hilmir frá; í hlífar færist búkur; kérru gétur akast á, enn þó væri sjúkur.

28. Fylkir lidi foldu á; fellast nidur tjøldin; fram med idu áar þá, allur nidar fjøldin.

29. Leó kémur þá med þjód, þar um grund til sjóna; eyrum lemur horna hljód, hamrar undir tóna.

30. Hettir gljá vid háa hvel, af hyr óríngum flóa; himinbláar hvassar vel, Hárs eldíngar glóa.

31. Saman hleypur her um leir, og hendir spjóta gaman; eins og steypast straumar tveir, úr stórum fljótum saman.

32. Hjørfar gnata hjálmum á, holdid skata grenna; blóds ólatir lækir þá, lands um flatir renna.

33. Leó vedur knár í kíf, kylfu medur sína; margra skédur skadi líf, Skøglar vedux hrína.

34. Rómul finna fýsir hal; fylkir hinn sá kræfi, felast inn í fylkíng skal, fyrsta sinn á æfi.

35. Þegar hrídin hørdust er, og høldar þeyta slaungum, Róma lýdur flýa fer, ad fjalla leitar gaungum.

36. Hinna þjódin hvatar þá, heiptar módi skorin, fødurmódur Magna á, marka blódug sporin.

37. Leó vill med víga skøll, virda trylla alla; þannig stillir øldin øll, inn á milli fjalla.

38. Þegar nú í þreyngslum dals, þorn og klótin braka, Rómar snúa fjødrum fals, fast á móti taka.

39. Øld um grund þar ýfir kíf, ákaft beitir skjóma, lidast sundur líf og hlíf, í loganum heita Oma.

40. Þá í einu fjøllum frá, firna steinar síga, Marsa beinin mulid fá, margir qveina og hníga.

41. Bádum hlídum fjalla frá, fleygir lýdur grjóti; varnir nídast vopna þá, voda hríd á móti.

42. Eins og mýid Marsa því, meinin lýa feiga; fjalla qvíum innaní, ecki flýa mega.

43. Bjørgin grídar brúnum frá, brjóstin hlídar spora; Marsar strída mæddir þá, meir um síd ei þora.

44. Frá sér unda fleygdu ljá, fridar stundar leita; Rómúls lundin þickju - þrá, þad ei mundi veita.

45. Leó bítur brædin heit, í blóds ónýtu laugum, fram sér brýtur braut um reit, blossi hrýtur augum.

46. Kylfu um herinn hardleikinn, hvassri gérir flíka, ecki sjer hann sína menn, svo hann ber þá líka.

47. Þannig heitur hjali brá, hørmúngar á degi: argar geitur, flýid frá, felist hvar sem megid.

48. Deyid allir dádlauser, dørs vid mein í hauga, upp á fjallid flýti’ eg mér, ad finna steina drauga.

49. Svo einmana hann á hlíd, hraustar þjáir fætur; flugsteinana í hardri hríd, hrindast frá sér lætur.

50. Eins fer hann og hýdbjørninn, hjartad gégnum skotinn, banamanninn sækir sinn, sigur - megni þrotinn.

51. Leó brjótast veginn vann, þó velti bjørgum nidur; frá sér grjótid hendir hann, hvurgi stansar vidur.

52. Midri er nú hann á hlíd, hladinn þannig meinum; Númi ver hin vitri lýd, ad velta á manninn steinum.

53. Hetjan snara hrópa fer: hremsu nídir fjadra! veginn spara vil eg þér, vor þú bídir þadra.

54. Númi sídan manni mót, medur grídi unda; ofan hlídar hvatar fót, hinn vill bída funda.

55. Hamardránga einum á, eptir lánga mædu, meidar spánga mætast þá, og med sér fánga rædu.

56. Leó seigir: leyfdu mér, leingra veginn herda, vega ei eg vil ad þér, valinn fleygir sverda.

57. Því ad hetju huga þinn, hreysti met eg fremur, lát mig fletja herinn hinn, sem huganum betur kémur.

58. Stórhugadur, øtull er, úngur madur og frídur, þad má skadi þykja hér, þig ef nadur snídur.

59. Númi greinir: hvurgi hót, hlífast áttu meina, taktu flein og kylfuklót, komdu brátt ad reyna.

60. Leó kilfu lausa þá, lagdi’ á grundu nidur, hristir skilvíngs bálid blá, bjargid stundi vidur.

61. Neyttu brádir handa hér; hlítir rádagódum, heittir bádir brandarner, bítast nádu ódum.

62. Bádir vega og varist fá, verjur køldu muldu; hryllilega hrottar á, holum skjöldum buldu.

63. Undan hopa hvørugir, hita Þundar løgum; hljóda kopar - hjálmarner, hræddir undan sløgum.

64. Leó þrifnum brandi brá, bistist lundin honum; Núma rifnar røndin þá, rétt hjá mundridonum.

65. Númi lemur ljóma þá, lensu moti sveigi; blakid kémur bríngu á, en bítur hótid eigi.

66. Lensan brotnar ljóns á klóm, lagid kéndi strída; hjálpar þrotna handatóm, hetjan stendur frída.

67. Leó rida verdur vid, vígur høggid bráda; Númi bidur ei neitt um grid, nam á skrøgginn ráda.

68. Stødu gat ei nógri ná, njótur sunda ljóma; Leó flatur fellur þá, fjallid stundi tóma;

69. Sá sem hreysti og heillir bar, hulinn gráu stáli, fallins kreisti qverka far, og kémur þá ad máli:

70. A þér vinna eingin raun, er med hjørinn góda, en hreysti þinnar læt eg laun, lif og fjør þér bjóda.

71. Leó seigja fallinn fer: Fjølnir rínar mjalla! líf eg feginn þigg af þér, og þjónkun sýni alla.

72. Standa fætur frægir á, fadmast kæti medur, minnast þrætur eingar á, yndid sæta gledur.

73. Þannig eydist þetta stríd; Þundar breidu hrínga, ofan leidast háa hlíd; hjør í skeidar stínga.