Fara í innihald

Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835)/Sjøtta Ríma

Úr Wikiheimild

Sjøtta Ríma.


Nádugt er þeim nauda frí, í náttúrunnar skauti byggir, þar sem eckert ama ský, yndis sólar ljósin styggir.

2. Fedur vorir vøldu sér, vist í dala skjóli græna; sinnar gætti hjardar hver, og happa rækti búid væna.

3. Aldinn feita akra fløt, øldúngana gømlu fæddi; þá í heit og hreinleg føt, hjørd af sínum skrúda klæddi.

4. Margt ágæti um grundu þá, gróa þeir med idni sáu; dryckinn mæta máttu fá, af módur sinnar ædum bláu.

5. Voru hraustir, hæglindir, hyggju gæddir nógri frædi, vinum traustir, vandlátir, verkum ad og sidum bædi.

6. Lifdu rótt og leingi þar, (leingstu til þess aldir muna), fríir ótta ánaudar, elskudu Gud og náttúruna.

7. Ef ad gerdust upp á þá, ærufíknar þrælar háir, beittu sverdi brugdu þá, bændurnir til varnar knáir.

8. En, því midur, opt og þrátt, af náttúru frjálsum sonum, rændu frid og flæmdu sátt, flockar lids med tírønnonum.

9. Hér til dæmin høfum vér, heims af Søgum fleiri’ enn viljum; þau eru slæm, og því er ver, ad þau ei ennú vid oss skiljum.

10. Nær skal hressa hamíngan, hrelda menn og naudum þjáda? nær skal blessud náttúran, nockurnvegin fá ad ráda?


11. Minnumst nú á Marsalands, menn, sem von á strídi eiga, eptir søgu sendimanns, sig til varnar búa meiga.

12. Kónglaus þjódin þessi var, þjónadi sér og náttúrunni; einginn vald yfir bródur bar, sem befalíngar géfa kunni.

13. Fóru því vid fregn um stríd, foríngja sér ad velja ýtar; margir voru lands af lýd, listamenn og kémpur nýtar.

14. Þegnar géra þad uppskátt, þrjá ad velja kappa dýra; hvur sem hefur mestan mátt, megin hernum á ad stýra.

15. Einn af þessum Alor hét; afli sínu mikid treysti, kémpan ønnur Líger lét, lítid buga sína hreysti.

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/64 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/65 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/66 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/67 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/68 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/69 Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/70 79. Lítid veit um ljósin há, loptid skýa drúngi kéfur, mikilleitur Máni þá, møcknum í sig kaldur vefur.

80. Vølt í heimi er veran þá, voda sætir þjódin sløgum, stormar sveima svalir á, svørtum nætur vængjadrøgum

81. Vid svartálfa myrkur mest, manna blód og daudra hauga, hjørtu skjálfa af fælu flest, fyrir ógódu sjónum drauga.

82. Hvad sem skédur mest til meins, af myrkra sendur ófreskjonum, Leó vedur áfram eins, eckért stendur á móti honum.