Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Útlenzka skipið

Úr Wikiheimild

Einu sinni fór Tómas gamli á fjörur og sá skip afar stórt, að bera við hafsbrún. Rótaði karl upp sandhrúgu og settist framan á hana og fór að þylja fræði sín. Bráðrauk hann þá úr hafi og bráðgekk skipinu inn á allt þangað til það var komið inn í eyraföll. Maður stóð á skipinu fram undir bugspjóti og var að blása í pípu. Ekki vissi Tómas fyrri til en gripið var í herðar honum og hann keyrður á bak aftur ofan í gryfjuna. Var þar kominn drengur einn, sonur nábúa hans. Sagði Tómas svo frá síðan að það sinn hefði verið næst sér komið að drepa hann. En er hann reisti sig við aftur var kominn rokstormur á norðan og miðaði skipinu óðum til hafs. – Aðrir segja hann hafi drepið drenginn; sagði hann það í elli – segja þeir – að aldrei hafi hann gjört öðrum mein með galdri, en þessa iðri sig til dauðadags.