Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Eiríkur liðinn og lesinn til moldar

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Eiríkur liðinn og lesinn til moldar

Svo er sagt að fyrir andlát sitt hafi Eiríkur prestur dysjað forneskjubækur sínar í Kálfsgili í Urðarfellum; þau eru í norður af Svörtubjörgum. Áður Eiríkur dó bað hann færa líkama sinn í kirkju strax og hann dæi og leggja í kistu og bað menn vaka yfir líkinu hina fyrstu nótt og kveikja þrjú ljós á kistulokinu og mundu þau ekki lengi lifa, en það bað hann þá vakta að kveikja jafnskjótt aftur ef eitt dæi svo ávallt væri eitt lifandi því ella mundu illir andar taka sig. En ef ljós lifði alla ena fyrstu nótt á kistu sinni, þá hefði þeir enga makt yfir sér. Þetta var gjört, og lifði ávallt eitthvurt ljósið allt til dags. Svo hafði Eiríkur sagt að ef hann yrði sáluhólpinn þá mundu daggardropar koma úr heiðu lofti á meðan lík hans væri lesið til moldar, og er sagt að svo hafi orðið.