Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Féndur í skreiðarferð

Úr Wikiheimild

Einu sinni sendi séra Hálfdan púka nokkra út til Grímseyjar að sækja fisk og lofaði þeim fögrum launum ef þeir kæmust með fiskinn allan þurran í land, en hvað lítið sem blotnaði af fiskinum áttu þeir að verða af kaupinu. Nú fara þessir að sækja fiskinn, en þegar prestur veit þeir eru komnir langt á leið í land, sendir hann aðra púka og lofar þeim kaupi miklu ef þeir geti bleytt allan fiskinn, en gætu þeir ekki bleytt hann allan áttu þeir að verða af kaupinu. Nú fara þessir á stað og fara að ausa ágjöf á hjá hinum, en þeir verja vel allt þar til kemur í lendinguna; geta þá seinni púkarnir bleytt rétt það aftasta af sporðblöðkunum öllum. Urðu þá hvorir tveggja púkarnir af kaupinu. En síðan fjandinn bleytti þetta svona éta menn ekki um nálægar sveitir það aftasta af sporðblöðkunni á neinum fiski.