Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fúsi launar fylgd

Úr Wikiheimild

Einu sinni kom Fúsi ókunnugur á bæ og beiddist fylgdar; var þá ekki karlmanna heima svo honum var léð stúlka til fylgdar. Þegar stúlkan hafði fylgt hönum sem hönum líkaði kvartaði hann yfir því að hann hefði ekkert skotsilfur svo hann gæti greitt stúlkunni fyrir fylgdina. Stúlkan sagði sér væri eins kært og peningar ef Fúsi vildi gjöra um sig fallega vísu. Fúsi kvaðst þess albúinn og kvað:

„Af öllu hjarta óska ég þess
og af kærleik brennandi
að haldi við þig hundrað fress
er hafi öll drullu rennandi.“