Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Fúsi mætir Gróu

Úr Wikiheimild

Einhvörn tíma var Fúsi á ferð og mætir kerlingu er Gróa hét. Hafði kerling ekki gifzt né barn átt, en var öldruð orðin og hrokkin. Þá kvað Fúsi:

„Þú ert meyja Gróa grett,
grálynd, þeygi lófanett,
kviðardregin, þjóaþétt,
þægðum flegin, rófubrett.“

Þá kvað Gróa kerling aftur:

„Þú ert, Fúsi, sóðasveinn
í sinnuhúsi ljótur einn;
þinn er lúsanóti ei neinn,
næstur Brúsa þrjótur beinn.“

Yfirgaf þá Fúsi kerlingu þegjandi.