Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hálfdánartorfur í Drangey

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hálfdánartorfur í Drangey

Torfur þessar liggja norðvestan fram í Drangeyjarbjargi upp undan hinni svonefndu Heiðnuvík norðanverðri. Er mælt þær sé kenndar við Hálfdán prest í Felli í Sléttuhlíð er átti að hafa verið skólabróðir Sæmundar prests ens fróða og fjölkunnugur mjög. Er það í sögnum haft að hann hafi vakið upp draug nokkurn og sett hann niður í Drangey og látið hann afla sér fugls og eggja á vorum í Heiðnabjargi, en sótt sjálfur aflann á hverri helgi og farið þá gandreið yfir fjörðinn beint frá Felli til Drangeyjar.