Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Hrafnarnir

Úr Wikiheimild

Bóndinn á Reykjum í Ölfusi lagðist einu sinni veikur og sendi eftir séra Eiríki til að þjónusta sig því þeir voru aldavinir. Eiríkur fór, en þegar hann kom upp á Selvogsheiði flugu þar hjá honum tveir hrafnar. Eiríkur kallar til hrafnanna og spyr hvernig Reykjabóndanum líði. Krunkuðu þá hrafnarnir og sagði Eiríkur að þeir segðu bóndann dáinn. Sneri hann þá heim aftur, en sendimaðurinn hélt áfram. Þegar hann kom að Reykjum var bóndi fyrir góðum tíma skilinn við.