Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ill er fylgja þín bróðir

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Ill er fylgja þín bróðir“

Gísli Konráðsson nefnir og Sæmund skólabróður Hálfdanar. Einu sinni elti séra Hálfdan Sæmund af alþingi og náði honum við Sandkluftavatn og mælti: „Ill er fylgja þín bróðir, hrafn úr Niflheimi, og nú marka ég þig undir hans mark,“ og sló hann á kinnina og augað og reið síðan norður og heim, en Sæmundur varð aldrei síðan heilskyggn á því auga.