Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Ill er fylgja þín bróðir
Fara í flakk
Fara í leit
Gísli Konráðsson nefnir og Sæmund skólabróður Hálfdanar. Einu sinni elti séra Hálfdan Sæmund af alþingi og náði honum við Sandkluftavatn og mælti: „Ill er fylgja þín bróðir, hrafn úr Niflheimi, og nú marka ég þig undir hans mark,“ og sló hann á kinnina og augað og reið síðan norður og heim, en Sæmundur varð aldrei síðan heilskyggn á því auga.