Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Sæmundur og kölski yrkjast á

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Sæmundur og kölski yrkjast á

Eftir gömlum frásögnum áttust þeir oft margt saman Sæmundur fróði og kölski. Var það eitt með öðru að Sæmundur sagði hann skyldi aldrei geta hitt sig í rúmi óklæddan. En einu sinni bar so við að kölski kemur á gluggann við rúm Sæmundar og er hann þá eigi kominn í fötin. Þá segir

Sæmundur: En kölski svarar:
„Hvað fréttist?“ „Illt eitt.“
„Er hríð?“ „Já, stríð.“
„Hvernin?“ „Hvefsin.“
„Hvaðan?“ „Norðan.“
„Er frost?“ „Allgeyst.“
„Er snær?“ „Frábær.“
„Er myrkt?“ „Sótsvart.“
„Sést ei?“ „Ónei.“

Og þegar þeir voru búnir að talast þetta við var Sæmundur alklæddur og fór á fund kölska.