Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Söfnuður síra Hálfdanar
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Söfnuður síra Hálfdanar
Söfnuður síra Hálfdanar
Einhvern tíma var það að séra Hálfdan lofaði fjandanum söfnuðinum á hvítasunnu. Nú var á hvítasunnu gott veður og kom margt fólk til kirkju. Nú vildu fjendur fá söfnuðinn. Prestur vísaði þeim í búr, þar væri söfnuðurinn. Þegar konan kom í búr var þar fullt af hröfnum og voru þeir að sletta skyrinu í allar áttir. Þá varð konunni það að orðum sem síðan er orðið að málshætti: „Þeir mega sletta skyrinu sem það eiga.“