Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Töfraverkfærin týnast

Úr Wikiheimild

Einhverju sinni var Jón á ferð milli tveggja bæja. Tapaði hann þá töfraverkfærum sínum og fékk samstundis mann af næsta bæ til að leita þeirra, en bað leitarmann að skoða þau ekki þó hann fyndi þau. Fór maðurinn þá að leita og fann lítinn böggul á veginum þar sem hann (Jón) hafði farið um. Gat leitarmaður ómögulega stillt sig um að forvitnast ekki um hvað í bögglinum væri og fann í honum hrafnshaus og heinabrýni vafið innan í kollhúfu, fór síðan heim og afhenti Jóni böggulinn. Sá Jón þá að leitarmaðurinn mundi hafa brugðizt sér og kvað hann mundi ei gott hljóta af þessarri forvitni sinni, og er sögn manna að maður sá yrði blindur.