Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Andlát fyrsta bróðursins

Úr Wikiheimild

Nokkru eftir þetta réru þeir bræður allir á sjó. Dró þá einn þeirra brettingshákall, en þeir voru ráðalausir með að innbyrða hann. Loks fer einn þeirra til og rekur ofan í hann handlegginn og ætlar að kippa honum inn á tánklunum. En hákarlinn beit þegar af honum handlegginn og rak þá maðurinn upp hljóð. Þá segir einn hinna: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón, hann hljóðar.“ „Hann hljóðar af fögnuði,“ segir annar. Áður en þeir komust í land var maðurinn dauður, og urðu þetta ævilok fyrsta bróðursins.