Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Ekki er kyn þó kjaraldið leki

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Ekki er kyn þó kjaraldið leki

Einu sinni fóru Bakkabræður suður. Keyptu þeir þá syðra kjarald, slógu það í sundur og fluttu norður. Þegar heim kom að Bakka settu þeir kjaraldið saman og fóru að ausa það upp við lækinn; hélt það þá ekki einum dropa og skildu þeir ekki í, hvað til kom. Loksins hefst annar þeirra upp úr eins manns hljóði og segir: „Ekki er kyn þó kjaraldið leki; botninn er suðrí Borgarfirði.“ Hér af er kominn málshátturinn.