Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Enginn þekkti sína fætur

Úr Wikiheimild
Ótitlað

Eitt sinn voru Bakkabræður á ferð allir í ungdæmi sínu; settust þeir þá niður að hvíla sig og sátu svo lengi unz annan ferðamann bar þar að. Hann spyr þá því þeir sitji þarna. Þeir segjast ekki geta staðið upp, því þeir þekki ekki í sundur á sér fæturna. Maðurinn bauðst til að hjálpa upp á þá og barði með stafnum sínum á alla fæturna. Var þá hver þeirra fljótur að þekkja sína fætur og standa upp.