Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Sú mun rata í Bakkavör

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Sú mun rata í Bakkavör“

Einu sinni réru Bakkabræður á sjó, fengu þoku, villtust og vóru nú ráðafáir. Loks sjá þeir rytsu (skeglu) eina og sem var að flögra í kringum bátinn til að fá sér æti. Þá segir einn þeirra: „Eiríkur, Þorsteinn, Gísli, Jón! Sú mun rata í Bakkavör.“ Taka þeir þá til að róa, en skeglan flögrar með þeim og undan þeim, unz að skeglan loksins eftir ótal króka og kringsól og þriggja dægra tíma loksins nemur staðar í Drangeyjarbjargi. Það er inn á Skagafirði, nær því fimm vikur sjóar afvega frá Bakkavör. Sumir segja þeir hafi komið upp undir Ketubjörg á Skaga og er það ekki skemmri afvegur.