Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Klukknahelgi

Úr Wikiheimild
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

En menn hafa ekki einungis haft miklar mætur á kirkjunum sjálfum í heild sinni, heldur og á ýmsum hlutum sem í kirkjunum eru hafðir, en þó einkum á klukkum því þær hafa bæði þótt eitthvert valdasta verkfærið til að fæla burtu tröll og drauga og verja menn fyrir áreitni þeirra sem áður eru talin nóg dæmi til, og einnig hefur því verið trúað að guð mundi láta klukkur hringja á efsta degi til að kalla hina framliðnu til dómsins og fæla með þeim djöflana niður í helvíti. Til þess lýtur þessi staka:

„Fagur er söngur í himnahöll
þar heilagir englar syngja;
skjálfa mun þá veröldin öll
þá dóm klukkurnar hringja.“

Um klukkur eru mér kunnar þessar sögur: