Arnbjörg/54

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


54[breyta]

Áir og undanrenníng flóar búkona vel, áður enn hún hleypir mjólkina, kallast sú kona ódresi og subba, sem lætur mjólk súrna svo ei verði flóuð, enn hún vinnur ekki til betra nafns, sem gjörir skyr úr óflóaðri mjólk, það skyr verður óholt, ósmekklegt og óætilegt. Þó skyr sé gott, þarf góða rækt, at ei skémmist né maðki til vetrar, hafa búkonur til þess ýmsa útvegi, sem þeim duga öllum, sem vel og opt aðgæta. Vel þurr leir, og smátt mulin síðan, er líklegt sé góður þar til, helst sá rauði eða bleiki eða græni; hann ver ormum, því þeir fælast hann. Sama mjólk, sem géfur skyr, géfur líka drykk eða misu, sem verður at sýru, þegar gángur kémur þarí. Þessi lögur blandast hér með vatni, og er þá hversdags drykkur hjús. Það sem sagt var um súrt smjör, má um skyr og sýru segja, at alt þetta verðr því betra, sem það er meira saman í stærri ílátum. Skyr og sýra geymist óskémd nokkur ár samfleitt, ef hardt frost kémst ekki at. Sýran brúkast í saup bæði kjöts og fiska; í henni geymist best fram á vetur, eða lengur allur seigur og tormeltur matur, sem annars er varla ætilegur, enn verður þá hollur og auðmeltur.