Búnaðarbálkur/Æ
Útlit
←Þ
- Æ
- Til endalyktar framsetjast nokkrar greinir úr prèdikun Salómons konúngs um sama efni. Seinast er niðrlag kvæðisins.
- 96.
- Lífið mun öllum rustum remmast,
- ræktarsnauðum við fólkið sitt;
- við skulum frá þeim fara snemma,
- og fram-mæla seinast, hjartað mitt!
- hvað prèðikaði af hugarsjón,
- hinn vitri kóngr Salómon.
- 97.
- Sólunni leit eg ólan undir,
- auðugr þegar saman dró,
- og hugði niðr hreppa mundi;
- hann við þján illa fyrri dó;
- sonurinn snauðr eptir á
- ekkèrt, sem höndin taka má.
- 98.
- Hvað gagnar svo fyrir gýg að vinna,
- getr sèr maðr eymd og nauð,
- og alla dagana æfi sinnar
- etr í myrkri hrygðar brauð;
- illr í skapi hvörn dag hann
- heilsunnar aldrei njóta kann.
- 99.
- Manninum er því ekkèrt betra,
- enn sínu lífi' að kætast í,
- matar og drykkjar sinna setra
- sjálfr yðjandi neyta frí;
- guðs úr hendi sú gleðin fer,
- gáfa drottins hún jafnan er.
- 100.
- Viljið þèr mèr ei til þess trúa,
- sem talað hefi' eg um búskap lands;
- Salómon kóngr kunni' að búa;
- komum, bræðr! að ráðum hans;
- vilja guðs oss og vorri þjóð
- vinnum, ámeðan hrærist blóð.