Búnaðarbálkur

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Búnaðarbálkur
höfundur Eggert Ólafsson

Búnadar-Bálkr,

sundrskiptar í þrjú

kvæði,

um dagligt búskapar-líf Islendínga; hvörsu lakt sè hjá ofmörgum; hvörnig vera eigi, eðr og verða mætti.

Hèr er sleppt því almennasta, sem enn brúka, til nytsemdar og góðrar dægradvalar, dugandi bændr, af hvörjum (lof sè guði!) margir eru til, þó fáir að reikna mót hinum fjöldanum, sem hlut á í Eymdar-Oði og fleirum klausum. Sumt er ávikið í Fullsælu, Islands-sælu, Heim-sótt og víðar.Inntak efnanna í Búnaðar-Bálki.
Fyrsta kvæði,
Eymdar-Odr, eðr Óvætta-Dvöl og Ógèðs Æfi,
um það hvörnig dagfar og bæarbragr á Islandi sè orðið leiðindasamt og ónáttúrligt
A Að vondir andar búi í Islands lopti, sem eru þau ólukkuligu Præjudicia, eðr inngrónar, óprófaðar og rángar meiníngar, sem valda allri ólund, eymd, örbyrgð og ýmisligri kjörvillu flestra Islendínga.
B Þessir menn fara ei vel með guðs gáfur, hrærast ei af hans gæðum í náttúrunni, af tímaskiptum nè þvílíku, til að leita með ánægju brauðs síns, nema hvað nauðin rekr eptir þeim.
C Þeir giptast, fá slæmar konur og hjálpast ei. Börnin fæðast veik og uppalast illa. Hjónanna ódygg sambúð færir með sér óblessun.
D Illr bæar-bragr; honum fylgja reymleikar og þvílíkt, en fjarlægð heilagra eingla.
E Slíkir aumíngjar fá ei náttúrunnar vor- og sumar-gleði að finna, sem fyrri aldar menn, hvörjir til þess leituðu ýmsra bragða, og eins að fá yndi af vetrar-tímanum. Ráð, að fráskiljast þesslags mönnum. Guð vill að menn gleðjist yfir gáfum sínum.


Annað kvæði,
sem kallast Náttúru-Lyst, eðr Ólundar-hapt og Vonar-fylli,

um það hvörsu að náttúran öll, og einkum dýranna sorgalaust líf, en fyrst og seinast guðs fjorsjón, bendir manninum til góðrar vonar og ánægju, eins og hèr á Islandi.

F Hinn úngi maðr, (hvörs persóna hér jafnan framsett er í eptirfylgjandi kvæðum) fer að hugsa hvörnig hann skuli bú reisa, og lifa í því farsæll. Nóttin undir sjóar fjöllum og hennar ásýnd.
G Strandfuglanna ánægjufullt, þó vos-samt líferni. Hvað þar af sè að læra.
H Hèr opnast sæludalr. Hèr er landslagið, landfugla, dýra og fiska athöfn og eðli, allt fullt af ánægju.
I Morgunroðinn gefr náttúrunni nýan lit. Sá úngi maðr reisir hèr bú og giptist. Sólin skín fram og endrlífgar alla hluti, og svo manninn með, sem æxlast og prísar sig sælan að vera.


Þriðja kvæði,
sem er Múnadar-Dæla, eðr Bónda-líf og Lands-elska
um það hvörnig góðir bændr kunni að lifa glaðir og vel ánægðir, og hafa allskonar nægtir, á Islandi, af hlunnindum þeim er þar brúkast nú, eðr að nýu brúkast kunna, og í öllu því að sýna dugnað og elsku föðurlandinu. (Því er hèr sleppt flestu því alþekkta, sem brúkað er, og til slíkrar ánægju hlíðir; eins flestu því er fornmenn brúkuðu.)
K Hvað gott er ei að sitja sæll í búi? Hvörsu búreisendur vaxa stundum af litlum efnum.
L Að menn skuli gera sèr yndi af öllu sínu erfiði, með uppáfinníngum og ýmisligum umþeinkíngum, eptir starfsins kríngumstæðum. Hugleiðíng út af hrauni og loptètnum klettum. Yms nytsamlig efni hèr af jörðu tekin.
M Hve skemtilig sè heimkoma vellíðunar bænda af lángferðum. Góðra kvenna atlæti mót bændum sínum.
N Utmálan og hrós góðrar ektakvinnu og hússmóður.
O Bóndans vetrar ánægja hvílík sè af ýmsum hlutum; svo sem eru: gnógtir sumarsafna, rjúpnaveiðar, frost og ísalög, og þeirra hlunnindi.
P Að optar sè svipull sjóar-aflinn, en landgæðin jafnari og mannhollari. Kúagagn og mjólkrnægð á vetrum.
Q Einhvör fágætust vetrargæði eru innsettar grænar og frjóar maturtir, með hvörri uppáfinníngu að vetrinn í sumar umbreytist. Leiði Islendinga á slíkum hlutum og præjudicium, að ei gefi jurtir hold nè hams.
R Um góðan bæarbrag. Að góðar sögur sèu lesnar um vetrar vökur, til fróðleiks og dægradvalar. Síðlátt dagfar. Fáng til æfingar líkamans. Rækíng guðs orða. Einglafylgi og hjásneiðíng reymleika og vondra vætta.
S Vorgleðin ýmislig, af fiskum, dýrum, sumarfuglum, og s. frv.
T Garðyrkja og jarðardýrkan. Ymsar ræktar urtir, sem vaxa á Islandi til matar, og undireins heilsubóta. En allt þesskonar fyrirlíta flestir Islendíngar, og þeir heimskari lasta það; en vilja þó og mikils meta útlenzka jarðar ávexti, af því þeir vita ei gjörla þeirra uppruna. Guðs boð, urtir að eta. Galdragrös og reinir.
U Sumargleðin margvíslig. Utiseta í grænu grasi. Nokkrar villijurtir á Islandi harðla góðar, undireins til matar og læknínga. Reykelsi. Fjárgras og hey, og nokkrar maturtir alþektar að nytsemi, sem og almennt brúkast, nefnast að eins.
X Um te og kaffedrykki af innlenzkum tilefnum og þeirra jurta góðu verkanir.
Y Nokkurra annara villigrasa lækningar og dygðir. Dýrindis pípu-tóbak. Hjónarætr. Uppskorin ylmgrös blómgast inni í húsum fyrir utan rætr.
Z Sú yndælasta vist í slíkum hlutum náttúrunnar hèr á landi, er sett á móti armæðu búskapar og óbyrju búksorg gróða-manna.
Þ Fyrirmæli um Islands bænda vaxandi ánægju. Dæmi dregið af skelfiskum og þeirra húsabyggíngum. Hvaða meðöl guð hafi Islendíngum í hendr feingið. Dæmi af skógar svínum. Upphvatníng til Islands búenda um yðni og ánægju, o.s.frv.
Æ Til endalyktar framsetjast nokkrar greinir úr prèdikun Salómons konúngs um sama efni. Seinast er niðrlag kvæðisins.