Búnaðarbálkur/S
Útlit
- S
- Vorgleðin ýmislig, af fiskum, dýrum, sumarfuglum, og s. frv.
- 52.
- Fiskr er geinginn inn úr álum,
- eyðist af bændum hvört eitt kot;
- semm er komið að sumarmálum,
- sælunnar verðr ekki þrot;
- nýkomnir fuglar fríðka tún,
- farinn er snjór af hvörri brún.
- 53.
- Jörðin skiptir um lánarliti,
- leiðist rjúpunum skjallarhams;
- mèr breytist og, að mínu viti,
- mjög svo geðferðið innan skamms;
- því öll er komin önnur lyst
- í mig, enn sú eg hafði fyrst.
- 54.
- I haust, er var, eg þrumdi þreyttr,
- þá jurtagarðsins yðju sleit;
- nú vil eg aptr verða sveittr,
- og velta þar um einum reit;
- en varpa síðan fræi' í fold,
- fyrirmyndun um sjálfs míns hold.
- 55.
- Lystugt er úti' að vera á vori,
- veðrið fagrt, en sólin skín;
- ærnar jarmandi, fær og forinn;
- fuglasaungrinn aldrei dvín;
- fiskar upptaka' og firrtir hrygð
- forvitnast ætla' um landsins bygð.