Búnaðarbálkur/R
Útlit
- R
- Um góðan bæarbrag. Að góðar sögur sèu lesnar um vetrar vökur, til fróðleiks og dægradvalar. Síðlátt dagfar. Fáng til æfingar líkamans. Rækíng guðs orða. Einglafylgi og hjásneiðíng reymleika og vondra vætta.
- 48.
- Víst er framsagðr vetrar-hagr,
- að vista nægðum höfuð-þíng;
- samt hinn ráðvandi bæar-bragr
- bætir heimilið allt um kríng;
- fræðibækr eg les og ljóð;
- svo læri hjúin dæmin góð.
- 49.
- Eg líð ei gems nè gárúngs hætti;
- gamanið samt eg læt í tè,
- og vil hvörr glaðr verða mætti
- við skikkun, hóf og frómlyndi,
- og svo í kroppinn komi' ei ryg,
- karlfólkið stundum reyni sig.
- 50.
- Gjarnan trúrækinn vil eg vera,
- vinnufólkinu' eg held til þess;
- ei má húslestr undan bera,
- eðr að sýngja guðligt vers;
- biblíu les eg fyrst og fremst;
- fræða lærdómr úngum temst.
- 51.
- Eins hvort vèr vökum eða sofum
- andfælulaust og drauma-rótt,
- bærinn er hreinn af vondum vofum,
- við slíka siði dag og nótt;
- þeir góðu einglar eru hjá,
- öllum meinsemdum hrinda frá.