Búnaðarbálkur/T
Útlit
- T
- Garðyrkja og jarðardýrkan. Ymsar ræktar urtir, sem vaxa á Islandi til matar, og undireins heilsubóta. En allt þesskonar fyrirlíta flestir Islendíngar, og þeir heimskari lasta það; en vilja þó og mikils meta útlenzka jarðar ávexti, af því þeir vita ei gjörla þeirra uppruna. Guðs boð, urtir að eta. Galdragrös og reinir.
- 56.
- Frækornin þá eg felli niðr,
- fara þau uppá von og trú,
- náttúran hress þeim heldr viðr,
- hlaupa þau upp að bragði nú;
- án fyrirhafnar minstu má
- maðrinn af þeim jurtir fá.
- 57.
- Þar vex upp mest af minstum aungum,
- margslags kálgresi nytsamligt;
- gróðrsetníngar lifna laungum,
- líka krydd-urtir eigi tregt;
- mjólk-urtir gefa matar-lyst,
- magann kælandi og brjóstið þyrst.
- 58.
- Af myntu gall og maginn heilist;
- mustarð af tali frelsarans
- þekkjum; mann yfir sá hèr seilist,
- sætan ylm gefr limið hans,
- magann vermir, en hreinsar haus,
- hann vægir kýlin graftarlaus.
- 59.
- Steinselja leysir þvagsins þúnga,
- þá miltis-teppu og kviðar-stein;
- spínakkan mýkir líf og lúnga,
- laukrinn kveisu' og orma-mein;
- eins hvört meðal það eykr krapt
- áborið, sem til matar haft.
- 60.
- Niðrí jörðunni nýtan akr
- náttúruliga eg gjörði mèr;
- hinn yfir jörðu' er ennþá lakr;
- epli meina' eg sem vaxa hèr,
- og mjöl og brauð og grjóna-graut
- gefandi, sveingðar eyða þraut.
- 61.
- En jörðin fèsjóð hulinn hefir
- handa mèr, næpur, rófur með;
- fleira mitt akrgerði gefr
- gott, þó hèr ei sè framtalið;
- uppskeran mèr ei verðr vönd,
- vetrinn þegar fer í hönd.
- 62.
- Auk þess mèr jurtir margar þèna,
- sem mörkin reiðir hvört eitt ár;
- nokkrar því fæðslu ljúfa lèna;
- lækna' hinar ýmsu kvilla' og sár;
- það akta' ei grannar mínir mál,
- meir enn hið fyrra' um garða kál.
- 63.
- Ofaní kaupið að því hlæa
- óvita gantar, það er verr;
- en slíkum heimsku-hlátri bægja,
- húngrið síðan og kvillin fer;
- þeir vilja gjarnan útlenzkt allt,
- og helzt vitleysið, sè það falt.
- 64.
- Af því, sem heima guð þeim gefr
- góðu' og þörfu' fyrir eingan prís,
- ósmekkr finnst og illr þefr;
- einsog það væri flær og lýs,
- súpa því sem til ángrs er
- ofnærri, lángt í burt frá sèr.
- 65.
- Guð segir: þú skalt urtir eta;
- þeir ætla það, máske, syndalaun
- og forðast því, sem fremst þeir geta;
- fíflin samt þiggja korn og baun;
- vissu þeir að það væri gras,
- við kaupmanninn þeir hefðu mas.
- 66.
- Grösin sem hèrna hjá þeim vaxa,
- halda þeir ei til lækna sterk;
- en í galdri með gina-faxa,
- gjöra kunna þau furðuverk;
- reinir bölvaðr segja sè,
- samt er hann eitt það bezta trè.