Búnaðarbálkur/U
Útlit
- U
- Sumargleðin margvíslig. Utiseta í grænu grasi. Nokkrar villijurtir á Islandi harðla góðar, undireins til matar og læknínga. Reykelsi. Fjárgras og hey, og nokkrar maturtir alþektar að nytsemi, sem og almennt brúkast, nefnast að eins.
- 67.
- Ottast eg að mín sæla sjatni,
- sè eg leingr við þennan flokk;
- heimsku veikleikinn bið eg batni,
- svo basla þurfi' ei með vanar stokk;
- gaungum heldr í grænan lund,
- gleðjumst þar aptr litla stund.
- 68.
- Ugglaus sit eg í svoddan blóma,
- síst þarf eg hræðast eitr-dýr;
- guð lèt þau hingað hvörgi koma;
- hèr ei forgift í jurtum býr;
- þistlar hèr ei nè þyrnar fást,
- því er mèr hèr að vera skást.
- 69.
- Mörg eru fyrir utan hvannir,
- ágæt blómstur í þessum stað;
- eg vil þú mína sögu sannir,
- sagði eg áðr fátt um það;
- fyrirhafnar-laust vaxa vel,
- vistajurtir, sem fyrst eg tel:
- 70.
- Fardaga kál og kráku-fætla,
- kálgresi mega virðast jöfn,
- til lystar-rètts hún er, eg ætla;
- á kalta sömu dygðanöfn,
- á skarfa-kál og súru sett,
- sefar hið fyrra bjúginn lètt.
- 71.
- Fyrst eg sig undir einir-runni,
- eg má geta þess heilsu-très,
- með fáum orðum einginn kunni
- ótal dygðir að nefna þess:
- reykelsið hollt í hvörjum stað,
- hressir og kroppinn verndar það.
- 72.
- Um fóðr-hey, sem fènu lúkast,
- fergð og skömtuð úr þurri kös,
- og ótal það sem almennt brúkast,
- öll ber, söl, smærur, fjallagrös,
- þó njóti títt, eg tala fátt,
- nè tæring uppá búmanns hátt.
- 73.
- Heldr vildi eg nokkuð nefna
- nytsamt, er fyrri vissi' ei hvörr,
- sèrligt til búmanns sældar efna,
- svo meiningin ei verði þur,
- og hvað mèr einatt yndi jók,
- er í náttúru las eg bók.