Búnaðarbálkur/Þ
Útlit
- Þ
- Fyrirmæli um Islands bænda vaxandi ánægju. Dæmi dregið af skelfiskum og þeirra húsabyggíngum. Hvaða meðöl guð hafi Islendíngum í hendr feingið. Dæmi af skógar svínum. Upphvatníng til Islands búenda um yðni og ánægju, o.s.frv.
- 88.
- O! að búendur fyndu' og feingju
- forsælu þessa' á hvörjum bæ,
- til sinnar vinnu glaðir geingju
- guðs undir blessun traustir æ;
- ó! að nytsamligt ættu bland
- alls, sem gefr vort föðurland.
- 89.
- Aumust smádýr af alabastri
- ágæt byggja sèr hýbýlin;
- heimsins kóngar, með hörkuvastri,
- hafa slík ekki byggt sèr enn;
- þótt húsum þeirra safni sèr,
- síst það völunda getr her.
- 90.
- Þær veiku' og daufu kindur kunna
- kónglingan sèr að reisa stað,
- handalausar á grjóti grunna;
- gætum nú, bræðr! loksins að,
- hvað á oss sífeldt výl og vafl?
- vèr höfum guðligt skyn og afl.
- 91.
- Vèr höfum ótal varða vegi,
- vèr höfum ótal gæða kyn,
- og þá líðr af lífsins degi,
- liggr fyrir oss sælan hin
- uppá hæðum, sem aldrei þver,
- í guði, hvaðan komum vèr.
- 92.
- Látum oss ei sem giltur grúfa,
- gæta þær alldrei neitt á svig,
- akarn við rætr eikar stúfa,
- umhyggjulausar fylla sig;
- en uppá trèð þær ekki sjá,
- akarnið hvaðan kemr frá.
- 93.
- Látum því, bræðr! kveins úr kafi,
- komi til hans vort þánka-reik,
- sem allar mönnum góðar gjafir
- gefr, fyrir utan verðugleik;
- byrgjum ekki vorn munn í mold,
- mikli þann guð vort uprètt hold.
- 94.
- Glaðir skulum á sumri safna,
- svo blessast oss hin kalda tíð;
- vetrinn skal í vori kafna,
- varir sú skikkan alla tíð,
- þartil óveðrið útaf deyr,
- og einginn vetr kemr meir.
- 95.
- Því meðan ei er æfin búin,
- er gagnlig vinna skemtilig;
- en þó eg deyi þreyttr, lúinn,
- þá fæ eg nóg að hvíla mig;
- nýt eg að eins míns erfiðis,
- og landið hefir menjar þess.