Búnaðarbálkur/Z

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Búnaðarbálkur höfundur Eggert Ólafsson
{{{athugasemdir}}}


Z
Sú yndælasta vist í slíkum hlutum náttúrunnar hèr á landi, er sett á móti armæðu búskapar og óbyrju búksorg gróða-manna.


85.
O þú blessuð forsælan fríða,
sem frið og lyst og nægðir ber!
vel má eg í þér una' og bíða,
einsog guð hefir lofað mèr;
hjá þèr er auðr ekki par,
utan til snöru' og þvingunar.


86.
Sá ríki sínu ræðr ekki;
ríkdómrinn hans drottinn er
og beygir hann í bönd og hlekki;
en blessað sjálfræði fylgir þèr;
hans strit er þreyta' og þorsta pín;
þitt strit, svalandi gleði-vín.


87.
Hvað greppar fyrr á gyllta streingi
um goða-lunda súngu prakt,
svosem forðum Odáins engi,
um þig held eg með rèttu sagt;
því raunin talar, það eg skil;
þeir diktuðu hvað ei var til.