Fara í innihald

Búnaðarbálkur/A

Úr Wikiheimild
Búnaðarbálkur
Höfundur: Eggert Ólafsson
A
B
A.
Að vondir andar búi í Islands lopti, sem eru þau ólukkuligu Præjudicia, eðr inngrónar, óprófaðar og rángar meiníngar, sem valda allri ólund, eymd, örbyrgð og ýmisligri kjörvillu flestra Islendínga.
1.
Þér sudda-drúnga daufir andar,
sem dragist gegnum myrka lopt!
Þér jökul-bygða vofur vandar,
sem veikar þjóðir kveljið opt!
Hvað leingi Garðarshólma þið
hyggizt að trylla fárátt lið?
2.
Yðar skýgerðar fánga fjaðrir
fjöll og dali með vöggu-brag;
Þér valdið því, en eingir aðrir,
Islenzkir sýta nótt og dag!
elligar svefninn endalaus
umgirðir þeirra dofinn haus.
3.
Þeir nema færst til yndis auka,
enn þó náttúran hafi til;
fyrir ylmgresi fýlu-lauka,
fyrir skemtanir hrygðar-spil,
fyrir heilbrygði fánga pín,
fyrir sætindi brennuvín.
4.
Fyrir mannvit þeir flónsku velja,
fyrir hreinlæti skörnugt gróm,
fyrir alúð þeir fúlur selja,
fyrir kurteysi rustadóm,
fyrir saunglystar sætan eym
svartagalls-raul er helzt í þeim.