Búnaðarbálkur/B
Útlit
- B.
- Þessir menn fara ei vel með guðs gáfur, hrærast ei af hans gæðum í náttúrunni, af tímaskiptum nè þvílíku, til að leita með ánægju brauðs síns, nema hvað nauðin rekr eptir þeim.
- 5.
- Einga nýta þeir afgángs mola,
- er kallast vilja nokkrir menn,
- húngr kjósandi' í hvílu' að þola
- heldr enn veiða smádýrin;
- golþorskar fylla gráðgan búk,
- þó gjörist við það iðrin sjúk.
- 6.
- Sama' er um allt er ómaka krefr,
- ekki vilja þeir skeyta því;
- hitt sem tilbúið guð þeim gefr,
- geti það komizt magann í,
- beint úr náttúru fýsir fá
- fyrirhafnarlaust èta þá.
- 7.
- Matvæli þegar þverra fara,
- þeir kenna guði sultar stúr;
- í góðum árum aldrei spara,
- enn síðr hafa nægtabúr;
- heldr farga til fánýtis,
- fyrir óþarfa snap og glis.
- 8.
- Og þó þeir fái nægtir nógar,
- nokkuð þykir þeim vanta samt;
- árið leiðist til lands og sjóar,
- líkar þeim ei við herrans skamt,
- gjöra lítið úr gáfum hans,
- gremja svo mildi skaparans.
- 9.
- Missiraskipti minnst þá gleðja;
- murra þeir jafnt og dunda sér;
- hafi þeir nokkuð húngrið seðja,
- hvort sumar eða vetr er,
- nauðugir sumir nokkrir frí,
- náttúru straumi rekast í.
- 10.
- Þegar flugurnar lifa' ei leingr,
- leggjast þeir upp í vetrar hams;
- en nær fiskr að fjöru geingr,
- fara til róðrs innan skamms;
- áðr en grasið blóma brá,
- bóndinn skal fyrir kúna slá.
- 11.
- Svo rekr nauðin ætíð eptir,
- efað lífinu bjarga skal,
- en yndis vegir verða tepptir;
- við þetta leit eg margan hal,
- sem að andlits sveita með
- sífeld leiðindi þola rèð.