Búnaðarbálkur/C

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Búnaðarbálkur höfundur Eggert Ólafsson
{{{athugasemdir}}}


C.
Þeir giptast, fá slæmar konur og hjálpast ei. Börnin fæðast veik og uppalast illa. Hjónanna ódygg sambúð færir með sér óblessun.


12.
Við gifting skyldi skárna tími:
skatnar hyggja til sælu' og fjár,
meðan ei kólnar blæu brými,
búsældin stendr nætr þrjár;
þareptir fylgir brestr bús,
barlómar fljúga' um sèrhvört hús.


13.
Húsfreyan við það ólètt æðir,
af því nýlifnuð veikist kind;
barnið í ljós með forsi fæðist;
fóstra þau eptir sinni mynd,
hinn únga son, að fái fyrst
foreldra spor að rekja lyst.


14.
Veikligt afkvæmi við þó hjarni,
vilja þau helzt það deyi strax,
að herrann gefi' ei björg með barni,
beggja meining er sama slags,
og svíkjast um að eiga börn,
engu þó síðr lostagjörn.


15.
Oblessan fylgir þessu þaufi,
þrifnaðarleysi' og huglaust geð;
átumaðkr og einhvörr paufinn
ódrýgir hvað sem hún fer með;
hún gerir illan bæarbrag,
bóndinn sem færir ekki' í lag.