Búnaðarbálkur/D
Útlit
- D.
- Illr bæar-bragr; honum fylgja reymleikar og þvílíkt, en fjarlægð heilagra eingla.
- 16.
- Þá nóttin dymmir, draugar vakna,
- djörfúng taka þeir mönnum frá;
- heilagra eingla eingir sakna,
- eru þeir hvörgi þar í hjá;
- góðir andar víst eru til,
- enn ei við þvílíkt hjónaspil.
- 17.
- Gól heyra menn og horfa' á myndir
- hræðiligar með eldingum;
- allteins sjá þeir sem eru blindir
- illar vofur í myrkrunum;
- forynjur hestum færa slig,
- fær, naut og hirðar slasa sig.