Búnaðarbálkur/E

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Búnaðarbálkur höfundur Eggert Ólafsson
{{{athugasemdir}}}


E.
Slíkir aumíngjar fá ei náttúrunnar vor- og sumar-gleði að finna, sem fyrri aldar menn, hvörjir til þess leituðu ýmsra bragða, og eins að fá yndi af vetrar-tímanum. Ráð, að fráskiljast þesslags mönnum. Guð vill að menn gleðjist yfir gáfum sínum.


18.
Ei mun leiðari vist til vera;
vorið kemr og nóttin björt;
allskonar jurtir blóma bera;
blærinn hýrnar við dægrið hvört;
fuglar vinast með sætum saung,
síst verðr þessum tíðin laung.


19.
Náttúran stígr vikivaka,
veraldar dýrin lífgar hún;
fyrrgreindar lyrfur frá skal taka:
firrast þær við með síða brún,
hvílíkra gæða' að hlakka til,
haldandi vera barnaspil.


20.
Viti þèr ei að vorir áar
við slíkt til kæti fundu margt?
gagndaga jurtir grænar, bláar,
gular og rauðar, kyrkna skart.
Leikpallr ís á vötnum varð;
í vetrinn þannig hjuggu skarð.


21.
Ef jörðin, þegar ætti að gróna,
uppá sig tæki vetrar feld,
þér skuggafífl og þoku þjónar!
þá munduð undrast víst eg held;
guð er betri sem yður sèr,
samt náttúrunni' ei umbreytir.


22.
Nú má hvörr hafa nef og augu
nábúi fólks í slíkum heim.
Ef þú vilt ekki verða draugr,
vend þér, mitt hjarta! burt frá þeim;
þær fúlu vofur forðast skalt,
sem fordjarfa þar loptið allt.


23.
Skoðaðu guðs í verkum veru,
vill hann ei þína hvörsdags hrygð;
full af yndæli flest þau eru;
Fèkk hann þér í þeim miðjum bygð,
Adams straff og eymda þján
æ mýkist fyrir herrans lán.


24.
Kvæðið má nefnast Eymdar-Oðr
allra, sem byggja þetta land,
þúngan við og þegjandi róðr;
þeirra eg óska batni stand;
svo hryndi burtu hrygðar ryg,
hressi þeir upp og braggi sig!