Búnaðarbálkur/F
Útlit
- F.
- Hinn úngi maðr, (hvörs persóna hér jafnan framsett er í eptirfylgjandi kvæðum) fer að hugsa hvörnig hann skuli bú reisa, og lifa í því farsæll. Nóttin undir sjóar fjöllum og hennar ásýnd.
- 1.
- Hvað sem meinvætta mæltu þóptar,
- mèr varð geingið í tjalda reit;
- eg fór að hugsa enn sem optar,
- um bjargræðið í vorri sveit;
- heimila störf eg hölda sá
- og hvörsdags lifið bæum á.
- 2.
- Þánkar í lopti flugu fríu,
- flestir þúngbúnir draumum af;
- himininn netja skýldr skýum,
- skyggði sem speigil undir haf;
- möglaði sjór við merskis brýn
- melankólisku kvæðin sín.
- 3.
- Vatnið af heiðum veltist niðr,
- var það að tauta giljum í;
- en skuggaligir skútar viðr
- skvöldruðu margt og gegnðu því;
- ásýnd jarðar var ekki björt,
- eins vóru fjöll og bygðin svört.
- 4.
- Af því að nóttin nú var komin,
- náttúran öll var hljóð og kyr;
- þúngsinnis gjörði þetta vomin;
- þagnaðir sváfu fuglarnir;
- þó sumar-gríma vegljós var;
- við það fjölguðu grillurnar.
- 5.
- Eg stóð í úngdóms bezta blóma,
- búskapar vildi reyna hnauk;
- eg girntist megan, sæld og sóma,
- svo væna konu þaraðauk;
- enn eg sá til þess eingin ráð,
- utan mèr veittist herrans náð.
- 6.
- Því flestir þeir sem fara' að búa
- fátækir, sjaldnar rètta við;
- hinir á mátt og megin trúa,
- með hörku-strit og sífeldt yð
- vinna sér brauð, þó varla sè
- vert að kalla það sællífi.
- 7.
- Nú hugð' eg væri vegr annar,
- svo vegna kynni betr enn,
- nær guð ei sína blessun bannar;
- bjuggu hèr sælir fyrri menn,
- og mörgum þjóðum enn í dag
- utanlands geingr flest í hag.
- 8.
- Guð hefir margt til matarbóta
- mönnum gefið á landi hér;
- að stytta tíð og yndis njóta,
- enn lina starf og mannraunir,
- æfandi vit í verkum hans,
- verkar það traust til gjafarans.
- 9.
- Enn þá eg leit hve landsins múgum
- leið, og siðvaninn bjargir fól,
- ský vonarleysu döpur drjúgum
- dró fyrir mína gleði sól;
- efnaleysið mig líka sló,
- laus-sinnis hik í brjóstið fló.