Búnaðarbálkur/P

Úr Wikiheimild
P
Að optar sè svipull sjóar-aflinn, en landgæðin jafnari og mannhollari. Kúagagn og mjólkrnægð á vetrum.
39.
Þó gott sè hvað eg get af sænum,
gæðin þau verða stopul samt;
hjálpræði vissast heima' á bænum
hollari gefr flestum skamt,
ómakslaust selr ull og mjólk
ærin, fyrir vort heima-fólk.
40.
Töðu-gjöfum eg gjörr kann haga;
græðast kýrnar þá sezt er að;
hjörtkælar nær til vatnsins vaga,
verðr mèr skemt að líta' á það;
hvör þeirra mjólkr brunninn ber
barmafullan á kviði sèr.
41.
Spríngvatn úr garði gylva Dana
getr hún frenja leidt til sín;
úr hvörri rennu' og hvörjum hana
hvítlitað sprænir matar vín;
ef höndin þrykkir óvart á,
uppsprettan fer að vella þá.