Búnaðarbálkur/I

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Búnaðarbálkur höfundur Eggert Ólafsson
{{{athugasemdir}}}


I
Morgunroðinn gefr náttúrunni nýan lit. Sá úngi maðr reisir hèr bú og giptist. Sólin skín fram og endrlífgar alla hluti, og svo manninn með, sem æxlast og prísar sig sælan að vera.


30.
Otal leit eg sem lystir saddi,
ljóðað það ei né talað fæ;
þá morgunroðinn geðið gladdi,
gyllti fjöll, engjar, tún og bæ,
eg fór að reisa bygð og bú;
blessaðist allt, sem gerði' eg nú.


31.
Af einum hlut eg varð að vaka,
vanta þókti mér nokkuð enn:
aðrar skepnur þær áttu maka,
einsog flest-allir vaxnir menn;
eg einstæðingr óska réð,
unnustu góða' að hljóta með.


32.
Einginn skal lá þó við eg vælti
værðar-lítill í sængrstað;
það var allt sem við manninn mælti,
mér veittist það er um eg bað:
himininn konu góða gaf,
guð svo létti mér hrygðum af.


33.
Sólin brauzt fram úr frænu skýi,
fegurð veraldar lýstist öll;
allt var á beztum blóma-stigi,
blikaði gras um rakan völl,
náttdaggar knappa silfri sett,
smaragðar vóru' í hvörjum blett.


34.
Þá geislum skaut úr gluggum hifna,
gnataði hrygð og sást ei par;
ásján jarðar nam endrlifna,
öll náttúran sem blómstr var,
opnuð snérist við sólar-ljós,
sýndi vellukt og hunángs ós.


35.
Giftust jurtir og fóru' að frævast;
fjargviðrast dýrin sein og þúng;
hin styggu fýsti að standa' og gæfast;
stundu gömluð og fæddust úng;
eg naut þar af og færði fræ;
fjölgar hyskið á mínum bæ.


36.
Nú er há-sumar heppna daga;
hamíngjan sætir búskapinn;
þar með er úti þessi saga,
það er að skilja, fyrst um sinn;
lof sé guði, sem lánið gaf;
landið fagni við soddan skraf!