Búnaðarbálkur/K

Úr Wikiheimild
K
Hvað gott er ei að sitja sæll í búi? Hvörsu búreisendur vaxa stundum af litlum efnum.
1.
Vænt er að kunna vel að búa,
vel að fara með herrans gjöf,
hans verkum sèr í hag að snúa,
honum þakka fyrir utan töf,
enn sèr og öðrum gera gott,
gleðjast og forsmá heimsins spott.
2.
Að kunna vel sitt kall að rækja,
keppast í dygðum leingra fram,
aldr' eptir fölskum sóma sækja,
síst um veraldar hirða glaum,
að sýna velgjörð aumri þjóð,
ofsa ránglætis hepta móð.
3.
Að kunna' að lifa' í fró og friði,
fullhraustr undir herrans líkn,
umgirtur verndar-eingla liði,
af djöfla valdi frjáls og sýkn;
en loks hjá guði' að verða viss
um vist ódáins sællífis.
4.
Þvílík sèr alldrei lukka leynir,
litið hef eg þar nokkuð á;
hann sèr það bezt er sjálfr reynir;
segja skal eg því meira frá,
hvörsu mitt bónda-hvörsdags-líf,
hingaðtil gekk fyrir utan kíf.
5.
Eg fann bergmanna fimmtu veru,
farin var ofan af himni sú;
fèlausra þvílík efnin eru,
allhentug til að reisa bú;
ein gaf hendíng og önnur plóg,
inn til þess að eg hafði nóg.