Búnaðarbálkur/L

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.
Búnaðarbálkur höfundur Eggert Ólafsson
{{{athugasemdir}}}


L
Að menn skuli gera sèr yndi af öllu sínu erfiði, með uppáfinníngum og ýmisligum umþeinkíngum, eptir starfsins kríngumstæðum. Hugleiðíng út af hrauni og loptètnum klettum. Yms nytsamlig efni hèr af jörðu tekin.


6.
Hvaða verk er eg vinna gjörði,
við það skemti sèr þánki minn,
og hugsan aðra kæra kjörði,
sem kynni stytta dægurin;
þó jafnan gætti' að syndlaus sè,
svo mín blessan ei hnignaði.


7.
En tók mèr helzt til hugleiðíngar
hvörsu náttúran regluð var,
eins í því vigtug' og í því rínga,
er fyrir skilnings-vitin bar;
um það get eg ei annað sagt,
allt talaði guðs speki' og makt.


8.
Hèr nærst þegar eg var að verki,
velti eg hlutnum fyrir mèr,
og leitaði' ef eg hitti hverki
hvað nýtt, gott eða skaðligt er,
framyfir það eg vandist við;
varliga trúði landsins sið.


9.
Nær eitthvað það til bata bendi
brúka lèt eg og reyna strax,
griðmönnum bæði' og grönnum kendi;
svo gæti vorðið þeim til hags;
eins þeirra niðjar sviptist sút,
síðan það beri' um landið út.


10.
Ur jörð eg tek þó taki' ámóti,
til ýmsa hluti bjargar magns:
stundum velti eg völdu grjóti,
veggja til eðr meira gagns:
eg girnist ei gersemi nein,
gull, silfr og náttúrustein.


11.
Merkr-demant (eg mæli' ei framar)
Mógol skal eiga og hnossin fleir';
þeinglar kljúfi þrítugan hamar,
þèttan í myrkri' að grafa leyr:
mèr læt eg nægja missir auðs,
mætti eg afla dagligs brauðs.


12.
Þá lít eg berg af loptinu' holað,
laungum flýgr í þánka minn,
að furðast hvað eg fái þolað,
fúa-gjarn ösku-sekkrinn,
sem var í margri veðra hríð,
varað hefir þó lánga tíð.


13.
Þegar hraungrjót er handa' á milli,
hræðist eg við og kem í stans,
af því jarðeldr jafnan spillir
jörðunum hèr og utanlands;
að mitt hèrað er frá þeim frí,
fullkomliga eg gleðst af því.


14.
Ur jörðu lita kann eg klæði;
krít rauða tek og ýmsan mó,
allgóðan hnaus, sem eldinn fæðir,
ebenstimbr balsamað þó;
málmvötnin sjúkum manni þekk
magann bæta nær eg þau drekk.


15.
Fyrir mig einn eg ekki byggi,
afspríng heldr og sveitúnginn;
eptir mig vil eg verkin liggi,
við dæmin örvast seinni menn;
eg brúa, girði, götu ryð,
grönnunum til þess veiti lið.


16.
Nær eg mæðist í stríðu starfi,
stirðr af vosi hvíli mig,
og huggast við, að það sè þarfi,
þótt í herðarnar kæmi ryg;
nóttin og værðin þerra þurt
þess liðna dagsins svita burt.