Búnaðarbálkur/N

Úr Wikiheimild
M
Utmálan og hrós góðrar ektakvinnu og hússmóður.
27.
Má eg vel lofa mína hýru,
má eg vel þarum sýngja ljóð;
öll er hún sköpt af eðli dýru;
ei veit eg þvílíkt gæzku-blóð;
öll er hún söm í sjón og raun,
sætan mannkosta færir daun.
28.
Hennar guðhræðslu' og dygða dæmi
dagliga skín, sem fagrt blis:
hjúum allt kennir sem þeim sæmir,
siðar börnin og heptir ys,
illmæli, klám og arga-fas,
ósamþykktir og heimsku þras.
29.
Hún er rêtt-kölluð hússins móðir,
hjúunum kær og virt sem ber,
hennar dygð læra landsins þjóðir,
lempin þartil og hugul er;
hún virðir mig og elskar ens,
eingum gerandi neitt til meins.
30.
Hún með íþróttum húsið fyllir,
hreinliga býr til mat ávalt;
hvað sem hún hefir handa' ámilli,
herrans blessan það drýgir allt,
svo hvört eitt matarkynja ker
krukka spámannsins haldið er.
31.
Hún er skírlíf í hjarta' og sinni,
hjá mèr sefr og bærist ei;
heldr liggr í hvílu minni
hæverskliga, sem önnur mey,
erfiðar samt með æru þar;
ávöxtinn guði befalar.
32.
Hún vill aumstöddum hjálpa' og þjóna,
hún vill sykra það remma' er á;
hún er mitt skart og heiðrs króna,
hún er það bezta sem eg á;
hvörjum stundligum eignum af
ekkert þvílíkt mèr drottinn gaf.
33.
Nú hefi' eg talað nóg um okkur,
nefnda sælu má finnast um;
því svoddan konur kosta nokkuð,
kjörgripir eru' í ríkjunum.
Flestallt búendum vildi í vil,
væru þvílíkar margar til.