Bjarnar saga Hítdælakappa/21

Úr Wikiheimild
Bjarnar saga Hítdælakappa
21. kafli

Það hafði verið um sumarið að Kolli hinn prúði var ungur að Björn kom til leiðar en sveinninn rann þar nokkurra vetra gamall og hið fríðasta mannsefni. Björn spurði hvers son sveinninn væri en maður svaraði honum og kvað vera son Þórðar Kolbeinssonar og heita Kolla.

Björn kvað vísu:

Leit eg, hvar rann hjá runni
runnr dökkmara gunnar,
ægilegr í augum,
að líki mér, víka.
Kveða þreyjendr þeygi
það barn vita Mörnar
Heita humra brautar
hlunns, sinn föður, kunna.

Ekki varð breytt um faðerni Kolla þótt Björn þætti hríðum mæla um í vísum sínum hver von honum þótti á vera.