Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/118

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

þartil þeir komu í Háf, til Skeggja Ásgautssunar[1]; hann fèkk þeim hesta til þíngs, en Þorvaldr sun hans var áðr heiman riðinn, er átti Koltorfu, systur Hjalta. En er þeir komu í Laugardal, fengu þeir þat af Hjalta, at hann var eptir með xij. mann[2], því at hann var sekr fjörbaugsmaðr. Þeir Gizurr riðu þar til er þeir komu til Vellankötlu við Ölfusvatn, þá gerðu þeir orð til alþíngis, at vinir þeirra ok venzlamenn skyldu ríða í mót þeim. Þeir höfðu þá spurt, at úvinir þeirra ætluðu at verja þeim þíngvöllinn. En áðr þeir riði frá Vellankötlu komu þeir Hjalti þar, ok voru þá frændr þeirra ok vinir komnir í móti þeim; riðu þeir þá á þíng með miklum flokki, ok til búðar Ásgríms Elliðagrímssunar, systursunar Gizurar. Þá ljópu hinir heiðnu menn saman með alvæpni, ok hafði stórner at þeir mundu berjast, en þó voru þeir sumir er skirra[3] vildu vandræðum, þó at eigi væri kristnir. Þormóðr[4] hèt prestr, sá er Ólafr konúngr hafði fengit þeim Hjalta ok Gizuri, hann söng messu um daginn eptir[5] á Gjábakka, upp frá búð Vestfirðínga. Þaðan gengu þeir til lögbergs. Þar voru vij menn skrýddir, þeir höfðu krossa ij, þá er nú eru í Skarðinu eystra[6], merkir annarr hæð

  1. þannig Ólafs s. Tryggvas. (Formn. s. ii, 234) og kemr það saman við Landnámab. v, 8; í A er þetta orð á því sem skorið er af blaðinu, og sèst því ekkj, en B, og eptir því útgáfurnar, hafa „Jokurssonar”, sem litr út til að vera afbakað, því nafnið Jokurr mun varla finnast.
  2. þannig er líklega rètt lesið í A, sem hefir „xii. ma”, en B og útgáfurnar hafa „tólf manna”; „við tólfta mann” hefir Ólafssaga (Fornm. s. ii, 234); „með xiita mann”, Íslendíngab. Cap. 7.
  3. þannig er skrifað i A (skira), en B hefir lesið það „skipa”, og svo hafa báðar útgáfurnar, en það er rángt.
  4. Þormóðr prestr er nefndr einn af klerkum þeim, sem komu með Ólafi konúngi af Englandi til Noregs (Ágrip af Noregskonúnga sögum í Fornm. s. x., 393). Þjóðrekr múnkr nefnir „Thermo”, og á það líklega að vera Þormóðr.
  5. það er, eptir því sem áðr er talið, sunnudaginn 23. Juni.
  6. það er nokkuð efasamt, hvort hèr sé meintr staðr nokkur við alþing, sem kallaðr sè Skarðit eystra, eðr það sè bæjarnafnið Skarð hit eystra í Rángár þíngi. Í A er orðið ritað með litlum upphafsstaf, en þar eru eins nöfn og annað með smáum upphafsstöfum optastnær, nema helzt eptir púnkta eða í skammstöfunum, einsog venjulegast er í skinnbókum; í B er orðið „skarðinu” einnig skrifað með litlum staf, og i K (Kaupmannahafnar útgáfunni) prentað sömuleiðis, svo auðsætt er, að útgefendr þeir hafa ætlað, að þetta „skarð it eystra” væri eitthvert klettskarð á alþíngi. Í Skálholts útgáfunni aptr á móti er það prentað með stórum staf, en þar er slíkt ekki heldr öldúngis að marka, því næstum öll nafnorð eru þar prentuð með stórum stöfum. Hitt er meira að marka, að í Ólafs sögu Tryggvasonar (Fornm. s. ii, 235) er sagt að krossar þessir sè í „Skarði enu ytra”, og er þar tekið sem bæjar nafn. Það virðist því líklegast að hèr sé meint, að krossarnir hafi verið á dögum höfundarins í Eystra-Skarði á Landi í Rángárþíngi (bæjarnafn það er skrifað eins „í Skarðinu eystra” í Landnámab. v, 6); í Vilkinsmáldaga 1397 er talið, að Nikuláskirkja þar í Eystra-Skarði eigi þrjá krossa.