Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/123

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Koðránssyni
Kristr hvíldar lèr;
þar er hann grafinn
í há fjalii
upp í Drafni[1]
at Jóhanneskirkju.

Stefnir fór þá norðr í Danmörk, en er hann kom í Danmörk kvað hann vísu þessa:

Munk-að ek nefna —
ner man ek stefna:
niðrbjúgt er nef
á níðíngi; —
þann[2] er Svein konúng
sveik or landi
ok Tryggva sun
á tálar dró[3].

Á þeirri vísu þóttist Sigvaldi jarl kenna mark sitt, ok fyri þá sök lèt hann drepa Stefni; svả hefir Ari hinn gamli sagt.

Gizurr[4] hinn hvíti bjó í Höfða áðr hann gerði bœ í Skálaholti, ok fœrði þángat bú sitt[5]. Hann lagði allan hug á at

  1. B og útgáfurnar hafa: „einu í Drapni”, en A hefir skýrt svo sem hèr er.
  2. þannig hefir A og B, en litgáfurnar breyta og lesa „þeim”; þannig hafa og nokkur handrit Ólafs sögu Tryggvasonar (Fornm. s. iii, 20); en saga Odds múnks í Stokkhólmi (útgáfa Munchs 1853, bls. 50) hefir „þann” einsog hèr; svo hafa og handritin í Fagrskinnu, þó útgefendrnir hafi sett þar „þeim”.
  3. Oddr múnkr hefir snúið þessari vísu á latínu, og ér hún prentuð (nokkuð afbökuð) í útgáfu Munchs, sem þegar var nefnd, vísa þessi er þannig:

    Nec nominabo
    pœne monstrabo
    curvus est deorsum
    nasus in apostata:
    qui Svein regem
    de terra seduxit
    et filium Tryggva
    traxit in dolo.

  4. A byrjar hèr nýjan kapítula, og hefir fyrirsögn: „Frá Gizuri”, en vèr fylgjum hèr, einsog áðr, kapítulaskiptíng í útgáfunum.
  5. Húngrvaka segir (í 2. kap.), að Teitr, son Ketilbjarnar hins gamla, faðir Gizurar hvíta, hafi byggt fyrst bæ í Skálaholti; sbr. Biskupa-annála Jóns prests Egilssonar.