Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/126

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

Kristni saga.

29

BISKUPA SÖGUR.

son[1] lögsögn, en Markús var þá andaðr. [Þá tók lögsögn Bergþórr Hrafnsson[2]; ok hit fysta sumar, er hann sagði lög upp, var nýmæli þat gert, at um vetrinn eptir skyldi rita lögin at Hafliða Márssunar, at[3] umráði Bergþórs ok annarra vitra manna, ok skyldu þeir gera nýmæli þau öll, er þeim þætti þau betri en hin fornu lög, ok skyldi þau segja upp hit næsta sumar eptir, ok þau öll haldast, er meiri lutr manna mælti eigi móti. Þá var ritaðr Vígslóði, ok mart annat í lögum, ok lesit upp um sumarit eptir í lögrèttu, ok líkaði þat öllum vel. Þá var biskup fertogr er hann var til biskups vígðr, en þá er hann hafði iiij vetr ok xx biskup verit, var Jón vígðr Lil biskups, sun Ögmundar ok Þorgerðar Egilsdóttur, Hallssunar af Síðu. Þá hafði Jón iiij vetr ens setta tigar. Hann var fystr biskup at Hólum í Hjaltadal.

Gizurr[4] biskup friðaði svả vel landit, at þá urðu engar stórdeilur með höfðíngjum, en vảpnaburðr lagðist mjök niðr. Þá voru fléstir virðíngamenn lærðir ok vígðir til presta, þó at höfðíngjar væri, svá sem var Hallr Teitssun í Haukadal ok Sæmundr hinn fróði, Magnus þórðarsun í Reykjaholti, Símun Jörimdarsun í Bæi, Guðmundr sun Brands í Hjarðarholti, Ari hinn fróði, Íngimundr Einarssun á Hólum; Ketiil norðr Þorsteinssun á Möðruvöllum, ok Ketill Guðmundarsun, Jón prestr Þorvarðssun[5], ok margir aðrir, þó ei sè ritaðir. Gizurr biskup lèt vígja

  1. þannig er leiðrétt, eptir Íslendíngabók cap. 10, Sturlúngu, i, 204, annálum og lögsögumannatölum, en B og útgáfurnar eptir henni hafa „Markús Úlfhèðinsson” (K getr þess að nafnið sè rángt). Þetta er sýnileg ritvilla, hvort sem hún hefir upphaflega staðið í Hauksbók, eða hún er komin upp hjá Jóni presti Erlendssyni, sem ritað hefir B, og gat það auðveldlega orðið, af því skrifarinn hefir haft Markús Skeggjason í huganum. I lögsögumannatalinu í Uppsala-Eddu hefir nafn Úlfheðins snúizt svo við, að hann er kallaðr þar „Gunnar Úlfhèðinsson”.
  2. þessu frá [ er bætt hér inní eptir Íslendíngabók, Stúrlúngu, annálum og lögsögumannatölum; enda er og auðsætt, að hèr er nokkuð úr fallið, á því, að Borgþórr er nefndr rètt á eptir, án þess menn viti hverr sá Bergþórr væri.
  3. þannig hefir Ari í Íslendingabók cap. 10; „ok”, sem B hefir og útgáfurnar, á ekki við, og er líklega misskrifað.
  4. B hefir hèr kapitula skipti, og fyrirsögn: „Andlát Gizurar biskups”.
  5. í prestatali því, sem prentað er í Íslendínga sögum (1843), I. B. bls. 384, og er frá 1143, eru nefndir nokkrir af þeim sem hèr eru taldir, svosem Hallr Teitsson, Íngimundr Einarsson, Ketill Guðmundarson og Jón Þorvarðsson.