Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/17

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

Vopnfirðíngas., Hrafnkelss., Droplaugarsonas., Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðarvígas., Víga-Styrss., Valla-Ljótss., Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, Húngrvaka, Páls saga biskups, Aronssaga[1]. Af mörgum af þessum sögum hefir nú frumbókin glatazt að öllu eða mestu leyti á 17. öld, áðr en Árni gæti orðið handhafi að því, eða þá í brunanum 1728, og verða þá pappírshandritin að koma í stað þeirra. Þær helztu sem týndar eru á skinni eru þessar: Landnáma, Íslendíngabók, Svarfdæla, Vatnsdæla, Ísfirðíngas., Vopnfirðíngasaga, Hrafnkelssaga, Bjarnarsaga Hítdælak., Víga-Styrssaga (alveg glötuð), Valla-Ljótssaga, Þorsteins saga Síðu-Halls sonar (brann 1728), Húngrvaka, Pálssaga, og fæstar hinna eru nú til á skinni í heilu líki. En öllu því varð borgið er til var á Íslandi um 1700, því það komst í hendr Árna Magnússyui, og í brunanum mikla 1728 frelsaði hann allar sínar skinnbækr að kalla; því var og borgið, er Brynjólfr biskup sendi konúngi, og sem nú má finnast á bókhlöðu konúngs. Þein bókum var og borgið að mestu, er Íslendíngar um miðja 17. öld fluttu til Svíaríkis, og finnst það nú í bókhlöðum í Uppsölum og Stokkhólmi. En þó varð ekki ógæfunni með öllu afstýrt. Á 17. öld tíðkuðu Íslendíngar að senda ríkismönnum í Danmörku dýrmætar fornbækr að gjöf (Worm, Resenius, Friis, Seefeld o. fl.); eptir þessa dauða kómust bækr þessar á tvist og bast, sumum þeirra náði Árni og var þeim borgið, en mikill þorri þeirra, t. d. öll handrit Resenius, kómust í háskólabókhlöðuna í Kaupmanuahöfn, en hún brann til kaldra kola 1728 og branu þar fjöldi íslenzkra handrita, og sum þeirra hvort öðru ágætara (t. d. Eyrbyggja, Fagrskinua, Heimskríngla), og varð engu bjarguð. En vèr eigum það Árna að þakka sem svo margt annað, að þessi skaði þó varð minni en ella mundi, því hann let í mörg ár skrifara sína, helzt Ásgeir Jónsson, rita upp flest þau hin helztu rit, sem fundust á skinnbókum á háskólabókhlöðunni, og hann sjálfr

  1. Af sumum þessara eru þó til blaðaslitr úr öðrum skinnbókum, t. d. úr Vígaglúmss. o. fl., en á 17. öld hafa þau verið svo sundrlaus, að engin pappírs-handrit eru frá þeim komin.