Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/22

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

7) hvar bóndinn þetta fragment, quocumque modo conditionerað, eignazt hafi, og hvar hans formaðr, og hvar þess, svo langt til baka, sem menn hið ítarlegasta uppspurt gæti; 8) hvort enginn vissi að það hefði þá eðr þá stærra verið, item þar eðr þar, sub illo vel illo possessore, úr því slæðzt svo eðr svo mikið, item hvort enginn vita kunni, að það hafi í bók innbundið verið með öðrum einum hverjum tractatibus. Allt hvað nú hèr af upprifjast kynni sannlega, usque ad minutissimas minutias, þá væri mèr stór þægð í; skrifa eg því svo ítarlega hèr um, að þetta fragmentum er inter pretiosissima eorum quæ mihi sunt, og er eg þó ósnauðr orðinn af svoddan hlutum, og vildi eg með dýru verði kaupa, ef til væru, þau blöðin er mig þar af vantar, að sönnu ótæpt betala (eptir sínu verði) sèrhvert einstaka blað þar af eðr geira. Vil eg nú með yðar leyfi enn nú einnsinni committera yðr þetta til beztu expeditionis, þá hentugleika til sjáið og tækifæri þar um nokkuð að fiska, en ekki vænti eg svars hèr uppá hin fyrstu misseri, og ekki vildi eg gjarnan það kæmi svo fljótt, því það vildi vel ekki bríngja mèr nema þá tvo óþægu bókstafi N. L. (ᴐ: non liquet)”.

En sama ár var stórabóla, og andaðist sira Ólafr úr henni, en hafði þó áðr sent föður sínum, sira Jóni Torfasyni, brèfið. Sira Jón svaraði þá Árna þ. 28. Decbr. 1707: „Hann (sira Ólafr) biðr mig um erkleríng nokkurra pósta í yðar brèfi honum tilskrifuðu, þar inquirera vilið um nokkur pergamentsblöð, sem hann hafði forðum hjá mèr samantínt og yðr communicerað. þessu vil eg gegna sem mögulegt er, yðr til lítillar þènustu, með því ei auðnaðist honum yðr til skrifa, þó eg vita þykist, að þetta mitt svar færi yðr ei annað en þá óþægu bókstafi yðar N. L.; samt skal eigi af draga það í ljós að leiða sem kann, um notitiam nefndra blaða: 1) Sá maðr hèt Bjarni Indriðason, sem mèr fèkk þau, og bjó í Skálavík, næstu sveit hèr; 2) minnir mig nærri 40 ár muni síðan liðin að þau í mina eign kómust; 3) sáu þessi blöð þá svo út, eptir sem minnist, að heldr væri samföst en sundrlaus, þar rifuð vóru saman í kjölnum með þræði hèr og þar, ei siðr ellilegt en úngt að sjá, og sjaldan upp