Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/23

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

flett, því víða af myglu saman loddu; 4) var það eg fèkk ei þykkra en þeim 14 blöðum mun hæfa, sem til yðar komin eru; 5) held eg það fragment, sem mèr barst, hafi ei stærra verið svo nokkru nemi, því aldrei hefir blað eðr geiri fyrir mèr orðið þar af í kverum mínum, og engum neitt af þeim í burtu fengið svo minnast kunni; 6) minnir mig sá maðr, sem mèr blöðin fèkk, segði, að þau hefði ei fleiri verið nè meiri en eg meðtók, og því mun forgefins spyrjandi eptir restinu; 7) sagði hann mèr, að nefnd blöð hefði fengið eða fundið hjá föður sínum, þá mjög öldruðum og lítt læsum, því ekki vissi karlinn þeirra innihald, og ekki muna hvar sèr hefðu þau í hendr horizt, svo eg held með öllu ómögulegt upp að grufla frekar um opt nefnd blöð en nú skrifa; þar með hefir þetta fólk eitt það lakasta verið í mannatölu bæði til vitsmuna og veru, þar að auki nú flest strádautt, svo eg sè ekkert ráð til hèr um frekar að inquirera við þá ætt, og fái þèr því þetta fyrir gott að meðtaka, og láta sem lausir séuð við curam þeirrar inquisitionis, en eg óska velvirðíngar, þó ei framar gjöri en get”.

Það er auðsèð, að prestr hefir fyrirorðið sig fyrir þessari rannsókn, og segir ekki fullan sannleikann. Hann getr ekki þess, sem mest var sökin, að hann hafði sjálfr skorið bókina sundr, og haft hana sem bókbindari utan um smákver; blöðin bera sjálf vottinn að þetta er satt, en bóndinn var saklaus, og þó hann væri fáfróðr og lítt læs, þá verðr honum ekki gefin sök á öðru en því, að hann lèt bókina, sem verið hafði eign föður hans, koma í hendr sira Jóni, því það varð henni að aldrtila, sem mörgum öðrum skinnbókum, að hún komst í bókbindara hendr. Það hefir verið um 1660—70, eðr skömmu cptir að bókin var sunnan frá Skálholti komin, að sira Jón fékk hana. — Vèr getum með nokkurri vissu ætlazt á, hve mörg blöð Landnáma og Kristnisaga var í heilu líki. Í útgáfunni 1829 er jafnt vel 3 blöð prentuð og 1 blað skrifað í Hauksbók. Landnáma ætlum vèr hafi verið á 5 örkum eða 38 blöð (því í fyrstu örkinni stæði heima að verið hefði ekki nema 6 blöð), en Kristnisaga á 6½ blaði. Af 3 fyrstu örkunum eru nú að eins 2 blöð eptir (Landn. 1829, bis. 36—40;

Get the text by OCR