Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/24

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xv

FORMÁLI.

662—68). Af 4. örkinni eru til 7 blöð (bls. 147—192) og vantar að eins síðasta blaðið. Af 5. örkinni eru til 5 blöð (bls. 204—240), vantar yztu blöðin tvö og eitt í miðið. Svarar því, að Landnáma hafi fyllt örkina og náð yfir á svosem blaðsíðu af 6. örkinni, en þá hefir jafnharðan byrjað Kristnisaga, og hefir hún verið á sjöttu örkinni; af henni eru til 4 miðblöðin; yztu blöðin eru samföst í kjölnum, en hin tvö í miðið eru skorin sundr og skornir jaðrarnir af báðum, vantar því 2 fyrstu blöð arkarinnar og 2 hin síðustu. Kristnisaga mun hafa endað neðst á 7. blaðinu; á 8. blaðinu hefir þá byrjað eitthvað annað, líklega „Geographica et physica”. Landnáma og Kristnisaga hafa því í heilu líki verið um 46 blöð, af þeim eru nú ekki til nema 18; hefir því sira Jón týnt hinum 24; þó er ekki með öllu örvænt, að enn kynni að finnast á Vestfjörðum eitthvað af þeim utan um kver, því til þess munu blöðin öll hafa gengið.

Að menn á Íslandi hafa ávallt nefnt bók þessa Hauksbók kemr til af því, að í niðrlagi Landnámu segir svo: „en þessa bók ritaða ek Haukr Erlendsson” o. s. frv. Hefði ekki þetta staðið í bókinni, þá gat enginn vitað, að hún var eptir Hauk. Þegar því að sagt er, að Bretasögur o. s. frv. standi í Hauksbók, þá er það þegjandi vottr þess, að Landnáma hefir staðið í sömu bókinni, því í hinum hluta bókarinnar er ekkert, sem bendi til þess, að hún sè af Hauki skrifuð; en sjón er sögu ríkari í þessu efni: því þegar gáð er að kjölnum í bókinni, sem er beztr vottr í þesskonar efnum, þá eru fernar (eða 6) rifur ristar upp í kjölinn fyrir kappana, þetta hefir verið gjört í öndverðu þegar bókin fyrst var innbundin; þegar nú borinn er saman kjölrinn á Landnámu-blöðunum við hitt, þá ber alveg saman. Eptir þessu hefir Árni tekið, og því hefir hann sett þær í eitt lag, þó þær hafi síðan verið að skildar, annaðhvort á hans tímum eða síðar. Landnámabók er gisnara rituð en hitt, en brotið er samt, og dálkarnir jafnháir að kalla, svo litlu munar, en línutalið leikr í Hauksbók á mörguin tölum; í Landnámu eru 33—36 línur, en síðar í bókinni stundum yfir 40. Um stærð Hauksbókar í öndverðu má ráða eptir líkindum: 1) Landnáma og Kristni-

(b)