Blaðsíða:Biskupa sögur Bindi 1.pdf/38

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

xxxi

FORMÁLI.

komizt til Svíþjóðar. Eptir 205 er nú rituð Þorlákssaga sira Jóns Ólafssonar í 206, sem að framan er getið við Húngrvöku; 209 folio er með hendi sira Jóns í Villíngaholti, og er rituð epfir 205, nema hvað hann hefir sett inn Oddaverja þátt. Pappírshandritin eru því með öllu einskis virði, og var ekki annað fyrir en prenta söguna eptir Stokkhólmsbók einni; það eina sem haft verðr til stuðníngs er Þorlákssaga síðasta í AM. 379, því þar er sagan mjög lík hinni elztu.

Þar geta naumast leikið tvímæli á, að allar þessar þrjár sögur sè ritaðar af einum og sama manni; Pálssaga og Húngrvaka eru að orðfæri og öllum sögublæ einsog sambornar systr, og sögublærinn og orðfærið er jafnan í þeim efnum hinn ólýgnasti vottr; hinir fornu útgefendr Húngrvöku hafa og hiklaust sagt, að báðar sè eptir sama mann, enda getr og enginn dulizt þess, sem hvoratveggju söguna les. Fágæt orð finnast í báðum, t. d. „at ganga at sölu” (Húngrv. kap. 7 og Pálss. kap. 12), „alföng” (Húngrv. kap. 14 og Pálss. kap. 5); og ótal eru önnur dæmi; orðið „auðræði” fyrir „auðæfi” er einkennilegt fyrir þessar þrjár sögur (þar sem í Þorlákssögu stundum stendr auðæfi, þá mun það vera afskrifaranum að kenna). En hvað Þorlákssögu viðvíkr, þá sýnir niðrlag Húngrvöku að hún er eptir sama manninn, þar sem stendr: „Nú er komit at frásögn þeirri, sem segja skal frá hinum sæla Þorláki biskupi, ok er þessi saga (þ. e. Þorláks saga) hèr samin til skemtunar góðum mönnum.” Af þessum orðum má sjá, að þessar tvær sögur eru að kalla má samfastar; Húngrvaka er svo sem inngangr til Þorlákssögu. Hvað sögublænum á Þorlákssögu viðvíkr, þá verðr að gæta þess, að sú saga er um helgan mann, en allt fyrir það dylst þó ekki ættarmótið. Í Húngrvöku og Pálssögu bregðr opt fyrir spakmælum og orðskviðum, og er þetta eitt kennimark á þessum sögum. Í Þorlákssögu er nú hið sama, nema þar eru, sem von er, flestir orðskviðir teknir úr heilagri ritníngu, og hefir höfundrinn verið maðr mjög biblíufastr. Þorlákssaga ber hinn sama hógværðar og rósemdar blæ sem