Blaðsíða:Björn Halldórsson - Grasnytjar.pdf/26

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

11

líka þótt hún þorni med ödru heyi, þá samt gefur hún því ódaun so mikinn, at þar verdr varla peningi at nytium: er þat best hun vaxi þar, sem jardpetti má missaz fyrir hana, og þar sem nátturan hefir um girt med eydi sandi, holtum eda vötnum, annars færir hun sig út víds vegar, helst i lausri jórd.

Urtin hefir þó sína gagnsemi; únga má hana til bua á vori, sem annad supukál, enn uppfrá því at blómstur-knappar eru farnir at myndaz, er hún miklu lakari (eins og flestar adrar urtir); med þessu móti til búinn, er urtin gód fyrir ohreinan maga, og líka konum, sem hafa stadid blód; hún hefir mykjandi og vermandi kraft.

Köldu-siúkum mönnum kalla menn gott at taka til sín daglega, sem svarar spón-bladi, af blómstur-knöppum þessarar urtar.

Lögr hennar, med vatni salti, og nockurri fliótandi feiti, er gódr til klysturs.