Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/25

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur ekki verið villulesin

25 sem talin er hvíla á ríkissjóði vegna starfsemi þeirra“ myndi þá minnka, á sama hátt og ef þeir hættu starfsemi. Loks sagði ákærði eftirfarandi: „Efnahagsaðstæður eru þannig, og er það dregið mjög skýrt fram, að ekki er nein sérstök hætta á ferðum hérlendis jafnvel þótt kæmi til alvarlegrar fjármálakreppu sem þó er talið ólíklegt. Einnig er bent á að fjárhagsstaða bankanna sé traust þrátt fyrir þá erfiðleika sem nú eru á fjármagnsmörkuðunum og það sjáum við líka í þeim uppgjörum sem birt hafa verið á síðasta sólarhring. Ég tel mjög mikilvægt að þetta komi fram“. Á fundi starfshóps Seðlabanka Íslands um lausafjárvanda 29. janúar 2008 var samkvæmt

fundargerð

rætt

um

Moody´s

Investors

Service

hefði

lánshæfiseinkunnir íslensku bankanna til endurskoðunar, einkum vegna lélegrar arðsemi,

viðskiptalíkana

þeirra

og

þess

hversu

háðir

þeir

væru

„fjárfestingarbankastarfsemi á áhættusömum markaði“, en niðurstöður um þetta yrðu birtar innan mánaðar. Þá var dreift á fundinum skýrslu með heitinu: „Ef allt fer á versta veg í lausafjárstöðu bankanna“, sem var gerð í fjármálasviði seðlabankans, en samkvæmt fundargerð starfshópsins hafði hún þegar verið afhent Fjármálaeftirlitinu. Í upphafi skýrslunnar sagði að tekin hafi verið saman stutt greining á stöðu stærstu viðskiptabankanna þriggja „miðað við væntanlegar endurgreiðslur og lausafjárstöðu þeirra“, en hún væri reiknuð „miðað við svartsýnustu forsendur.“ Bankarnir þrír teldust allir „kerfislega mikilvægir“, en vegna skilyrða á mörkuðum væri þeim „orðið mjög dýrt eða jafnvel ómögulegt“ að afla lánsfjár erlendis og hafi þetta valdið áhyggjum um stöðu þeirra ef svo yrði í langan tíma. Að gefnum svartsýnustu forsendum, sem nánar var lýst í skýrslunni, var komist að þeirri niðurstöðu að laust fé Glitnis banka hf. myndi aðeins nægja til loka janúar 2008, Kaupþings banka hf. til loka febrúar, en Landsbanka Íslands hf. út árið 2008. Til lengri tíma litið benti skuldatryggingarálag vegna bankanna þriggja, sem hafi „hækkað geysilega“ frá hausti 2007, til þess að lánshæfiseinkunnir þeirra hlytu að lækka, auk þess sem „næsta víst“ væri að álagið í óbreyttu horfi stæði í vegi fyrir að þeir byðu út skuldabréf á alþjóðamarkaði. Í skýrslunni var einnig fjallað um hugsanlegar aðgerðir „vegna mikils vanda í fjármálakerfinu“, en kæmi slíkur vandi upp gæti seðlabankinn veitt lánastofnun í lausafjárvanda lán á sérstökum kjörum og gegn öðrum tryggingum en almennt yrði gert, ríkið gæti með hugsanlegri aðstoð seðlabankans lagt viðskiptabanka til eigið fé til að bjarga honum „frá þroti“ og einnig gæti seðlabankinn gefið út yfirlýsingu um ábyrgð á skuldbindingum einstakra banka, fjármálakerfisins í heild eða Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Ef viðskiptabanki rataði í vandræði