Blaðsíða:Dómur Landsdóms nr. 3-2011.pdf/7

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin


7 þriggja erlendis, svo og fjármálafyrirtækja sem þeir tóku þar yfir, laut löggjöf viðkomandi ríkja, þar á meðal um eftirlit, en útibú þeirra erlendis sættu á hinn bóginn einnig eftirliti Fjármálaeftirlitsins. 2 Samkvæmt 15. gr. auglýsingar nr. 96/1969 um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands með síðari breytingum áttu mál varðandi lánastofnanir undir viðskiptaráðuneytið. Sú auglýsing var síðan leyst af hólmi með reglugerð nr. 3/2004 um Stjórnarráð Íslands, en samkvæmt 15. gr. hennar áttu mál, sem varða fjármálamarkað, undir sama ráðuneyti. Samkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 177/2007 um Stjórnarráð Íslands, sem tók síðan gildi 1. janúar 2008, átti þessi málaflokkur einnig undir viðskiptaráðuneytið. Í 2. gr. hennar var mælt fyrir um að undir forsætisráðuneytið ætti meðal annars hagstjórn almennt ásamt málefnum varðandi Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en að auki málefni ríkisstjórnar og Stjórnarráðs Íslands í heild. Þá var í 5. gr. sömu reglugerðar kveðið á um að málefni varðandi fjármál ríkisins, eignir þess og lántökur ættu undir fjármálaráðuneytið. Síðastnefnda reglugerðin var í gildi fram yfir lok þess tíma, sem mál þetta snýr að. Seðlabanki Íslands var settur á stofn með lögum nr. 10/1961 og laut hann stjórn þriggja bankastjóra, en yfirstjórn hans var á hendi þess ráðherra, sem fór með bankamál, og bankaráðs, þar sem áttu sæti fimm menn kjörnir á Alþingi, sbr. 24., 25. og 28. gr. laganna. Sú skipan var óbreytt samkvæmt 25., 26. og 30. gr. laga nr. 36/1986 um Seðlabanka Íslands, þar sem þó var tekið fram að málefni hans ættu undir viðskiptaráðherra. Í IV. kafla þeirra laga voru sérstök ákvæði um bankaeftirlit, en það átti undir samnefnda deild innan Seðlabanka Íslands, sem starfaði undir yfirstjórn bankastjórnar og bankaráðs hans, sbr. 2. mgr. 13. gr. laganna. Með lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi var bankaeftirlit Seðlabanka Íslands lagt niður og voru verkefni þess færð undir nýja stofnun, Fjármálaeftirlitið, sem heyrði undir viðskiptaráðherra. Samkvæmt 4. gr. þeirra laga var yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins í höndum þriggja manna stjórnar, sem skipuð var af ráðherra, en einn stjórnarmaður skyldi tilnefndur af Seðlabanka Íslands. Stjórn Fjármálaeftirlitsins réði til starfa forstjóra fyrir stofnunina, sem hafði á hendi daglega stjórnun hennar, sbr. 5. gr. laganna. Um Seðlabanka Íslands voru síðan sett lög nr. 36/2001, en samkvæmt 22., 23. og 26. gr. þeirra var yfirstjórn hans í höndum forsætisráðherra, bankastjórnar, þar sem áttu sæti þrír bankastjórar sem skipaðir voru